Enski boltinn

Slot hrósaði Accrington og ungstirninu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Rio Ngumoha fékk fimmu frá Arne Slot um leið og hann gekk af velli í dag.
Rio Ngumoha fékk fimmu frá Arne Slot um leið og hann gekk af velli í dag. Vísir/Getty

Liverpool vann þægilegan 4-0 sigur á Accrington í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Knattspyrnustjórinn Arne Slot hrósaði Trent Alexander-Arnold fyrir frammistöðu sína en bakvörðurinn átti erfitt uppdráttar í leik gegn Manchester United um síðustu helgi.

Sigur Liverpool gegn Accrington var öruggur eins og flestir bjuggust við fyrir leik. Arne Slot hvíldi Mohamed Salah en stillti upp nokkrum af stjörnum liðsins auk þess sem hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Knattspyrnustjórinn Arne Slot hrósaði andstæðingunum eftir leikinn en lið Accrington leikur í fjórðu efstu deild á Englandi.

„Hrós til Accrtington, þeir sýndu hvernig þeir vilja spila sem er vel gert. Þeir voru ekki hræddir og spiluðu sinn vanalega leik þar sem þeir pressa hátt og voru ekki hræddir að fara einn gegn einum. Stórt hrós til þeirra og að lokum var munurinn á gæðum það sem gerði gæfumuninn“

„Stuðningsmennirnir gátu séð af hverju okkur finnst hann svona hæfileikaríkur“

Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha kom til Liverpool frá Chelsea í sumar og varð yngsti leikmaður Liverpool í FA-bikarnum frá upphafi og yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að byrja leik.

„Ngumoha gerði vel. Það voru nokkur augnablik þar sem stuðningsmennirnir gátu séð af hverju okkur finnst hann svona hæfileikaríkur. Hann gerði vel í aðstæðum einn á móti einum og getur breytt um stefnu mjög hratt.“

„Við sáum aðeins meira í fyrri hálfleiknum en þeim síðari. Það var gaman fyrir hann að spila fyrsta leikinn og ná sigri. Hann átti nokkur góð augnablik þar sem stuðningsmennirnir fögnuðu. Góður og sérstakur dagur fyrir hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×