Íslenski boltinn

Þorvaldur: Gerðum mistök sem við erum ekki vanir að gera

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram.
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Vilhelm
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, vildi ekki gera of mikið úr tapi sinna manna á móti KR á Laugardalsvellinum í kvöld. Fram var 2-0 yfir þegar sextán mínútur voru eftir og á leiðinni á topp Pepsi-deildarinnar en tapaði leiknum á endanum 2-3.

„Við vorum klaufar. Við gerðum okkur seka um mistök sem við erum ekki vanir að gera. Þau koma fyrir og stundum vinnur þú og stundum tapar þú," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir leikinn.

„Við vorum með öll völd allan leikinn og vorum vissulega komnir í góða stöðu. Það er bara ekki búið fyrr en það eru búið að flauta leikinn af," sagði Þorvaldur og það hafa hans menn sannað líka með því að snúa nokkrum leikjum sér í hag.

„Við verðum að læra að lifa með því að lenda í þessum sjálfir. Það er ekkert við þessu að gera. Þetta eru íþróttir og menn lenda bæði í því að tapa og vinna," sagði Þorvaldur eftir fyrsta tap Framliðsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×