Ari Trausti Guðmundsson: Siðbót í lausu lofti 11. maí 2010 12:42 Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það er lélegur vonarpeningur að halda að siðbót sé hugarfarsbreyting sem menn hugsa upp í lausu lofti. Allar verulegar hugmyndafræðilegar breytingar hafa bæði efnahagslegan og stjórnmálalegan grunn. Íslenskt efnahagskerfi byggir á mismunun og takmarkalausri gróðasókn, hvað svo sem segja má um eitt og annað jákvætt í því. Stærstu ákvarðanirnar og aðgerðirnar sem urðu að veruleika fyrir hrunið voru meðvitaðar og byggðar á ákveðinni hugmyndafræði. Þær voru ekki mistök. Stjórnmálamenn skorti ekki staðfestu til að stöðva það sem rangt var. Þeir voru ýmist samþykkir vegferðinni eða eygðu í henni eitthvað skárra en fyrir var. Geta menn séð hugmyndafræðina fyrir sér? Geta menn skynjað hvernig þeir/þær hugsa sem gert hafa sig seka um þá siðfræði sem tætt er í sundur þessa dagana? Kannski. En hitt er víst að afstaða fólksins var og er geirnegld í þeim hagsmunum sem allt efnahagskerfi þeirra byggir á og þeirri valdastöðu sem það hefur náð. Af þessu leiðir að siðbót í íslensku samfélagi byrjar, kemur við í eða endar í breytingum á efnahagsmálum og stjórnmálum. Nú er um að gera að ræða allt slíkt í því eðlilega samhengi sem hugmyndafræði, lýðræði, samfélagsgerð og efnahagsgrunnur á að vera. Ekki eyða tíma í að biðla til fólks um að fara að "hugsa" öðruvísi því í þessum efnum gildir ekki setningin "vilji er allt sem þarf". Búum nýjum hugmyndum efnislegan grunn til að skjóta rótum, dafna og verða ráðandi. Tvö atriði vil ég minnast á í þessu sambandi. Stjórnlagaþing, kosið af almenningi, hefur oft verið nefnt sem einn af bjarghringjunum eftir hrunið. Fólkið á að fá að koma beint að nauðsynlegum kerfisbreytingunum, ekki aðeins eftir að einhver hópur og þing hefur vélað um þær og sett svo allt saman til samþykkis í almennum kosningum. Ýmsir mætir menn hafa mælt fyrir þessu en margir fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og valdamenn í efnahagsmálum séð meinbugi á slíku stjórnlagaþingi. Þá kemur upp hugmynd um að skipa utanþingsnefnd, líkt og rannsóknarnefnd Alþingis, til að vinna verkið og ná þannig fram sátt milli þeirra sem vilja alvöru stjórnlagaþing og þá sem eru smeykir við það. Hún er röng og hrein uppgjöf. Almenningur verður að fá að koma að nýjum samfélagsramma í stjórnmálum, alveg frá fyrstu stundu, annars glatar hann sínu helsta tækifæri til að stuðla að siðbót og efnahagsumbótum í landinu. Allt annað er óásættanlegt og nú verða þeir stjórnmálamenn sem enn þora að hafa raunverulegt samráð við alþýðu manna að afgreiða lög um stjórnlagaþing, hvað sem kostnaði við það líður, lagaflækjum eða efasemdum um gagnsemi þess. Ýmis samtök geta lagt þessu lið rétt eins og fjölmargir einstaklingar. Hitt atriðið varðar skuldastöðu heimila. Allir vita að til eru þrír meginhópar sem eiga eigin heimili. Þetta eru þeir sem skulda lítið eða ekkert af fasteignalánum, þeir sem skulda töluvert eða mikið en standa ávallt í skilum og svo þeir sem hafa lent í vandræðum með greiðslur. Allir vita líka að miðhópurinn er stærstur og enn fremur að hann heldur einnig uppi stórum hluta neyslu og skatta í landinu. Sú fáránlega lenska hefur búið um sig í ríkisstjórn og hjá meirihluta alþingismanna að rétt skuli vera að aðstoða þriðja hópinn en blóðmjólka þann stóra, rétt eins og sífellt fleiri sem þar detta í vanskilahópinn séu ekki til. Aldrei verður sátt í samfélaginu né siðbót ef einn tiltekinn hópur er látinn borga óhæfilega fyrir hrunið bara af því að fáeinir ráðherrar og nokkrir þingmenn telja þá geta það og bankar og sjóðir vilja það. Vissulega má segja að fyrsttaldi hópurinn fari á mis við eitthvað, séu fasteignalán lækkuð, en þar er þó engin vá fyrir dyrum. Það er hverju meðalheimili nóg að eiga við dýrtíðina, aukna skatta sem flestir mótmæla ekki og aðrar afleiðingar hrunsins, þó ekki sé sama fólkinu ýtt nær þroti með hverjum mánuði meðan ráðamenn kynna úrræði til hjálpar nauðstöddum.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar