Innlent

Heimsækja bæi á öskufallssvæðinu

Gosið hélt ámóta styrk í nótt og var í gærdag en vindur er hægur á slóðum gossins þannig að öskufall er mest í næsta nágrenni eldstöðvarinnar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók myndina um síðustu helgi.
Gosið hélt ámóta styrk í nótt og var í gærdag en vindur er hægur á slóðum gossins þannig að öskufall er mest í næsta nágrenni eldstöðvarinnar. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók myndina um síðustu helgi.
Skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli upp úr klukkan sex í morgun en skjálftarnir voru allir vægir, eða innan við tvo á Richter. Gosið hélt ámóta styrk í nótt og var í gærdag en vindur er hægur á slóðum gossins þannig að öskufall er mest í næsta nágrenni eldstöðvarinnar.

Gosaska truflar ekki millilandaflug. Héraðsráðunautar víða af landinu ætla að heimsækja bæi á öskufallssvæðinu í dag og meta þörf fyrir aðstoð við fóðuröflun í sumar og fyrir sumarbeit búfjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×