Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 11:55 Catalina Ncogo. „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira