Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 11:55 Catalina Ncogo. „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
„Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira