Bankarnir vilja blása lífi í bónuskerfi starfsmanna 15. mars 2010 07:00 Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira