71 sæskjaldböku var bjargað frá því að enda á borðum matgæðinga á eynni Balí í Indónesíu. Lögreglan þar í landi handtók kaupmann þegar grænar risaskjaldbökur fundust í vöruhúsi hans í Denpasar-borg. Maðurinn sagðist hafa keypt skjaldbökurnar af sjómönnum sem hefðu veitt þær undan Sulawesi-eyju. Skjaldbökurnar voru að meðaltali metri að stærð.
Skjaldbökukjöt þykir mesta góðgæti í Balí en verslun með skjaldbökur hefur verið bönnuð vegna þess að þær eru í útrýmingarhættu. - sbt