Innlent

Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Búast má við tilkynningu frá embættinu síðar í dag. Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafa sent nokkur mál er varða meint lögbrot tengdum rekstri Glitnis til sérstaks saksóknara eins og fréttastofa hefur greint frá.

Angar af málinu sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað í New York gegn fyrrverandi eigendum og stjórnendum bankans hefur meðal annars verið sent til sérstaks saksóknara en Ólafur Þór Hauksson vildi þó ekki staðfesta við fréttastofu áðan hvort húsleitirnar tengdust því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×