Undarleg vinnubrögð Alþýðuflokksins heitins og Samfylkingarinnar nú Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. nóvember 2010 16:49 Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Öllum er hollt að glugga í gömul þingtíðindi. Þegar fréttir fóru að berast af því að Evrópusambandið, í gegnum sendiráð sitt hér á landi, ætlar að dæla inn í landið gríðarlegu fjármagni til kynningar á sambandinu, fór ég og skoðaði þingskjöl frá árinu 1978. Það ár voru sett lög nr. 62/1978 sem bönnuðu fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi. Við þennan lestur kemur ýmislegt í ljós. En grunnurinn var sá að Alþýðuflokkurinn hafði nær þurrkast út í aðdraganda lagasetningarinnar. Hér gríp ég niður í greinagerð frumvarpsins en þar segir orðrétt: „Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frumvarp sem varðar einn þátt málsins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs síns og standa straum af annarri stjórnmálastarfsemi á landi hér." Eins og alþjóð veit var Alþýðuflokkurinn forveri Samfylkingarinnar. Grípum niður í ræðu fyrsta flutningsmanns frumvarpsins, Stefáns Jónssonar „...í tilefni af því, að ljóst varð nú í haust að hin nýja forusta Alþfl., sem nú er að byggja sig upp, eins og formaður flokksins, hv. þm. Benedikt Gröndal, orðar það, hafði leitað til erlendra aðila um fjárstyrk til þess að halda úti blaði sínu og til annarrar flokksstarfsemi hér á landi. Fyrir liggur ítrekuð játning formannsins varðandi þetta atriði svo og ritstjóra Alþýðublaðsins, Árna Gunnarssonar, sem sendur var utan gagngert til þess að ganga frá samningum um fjárgjafir þessar, hvernig svo sem þeir samningar kunna annars að hljóða. Hér er um einsdæmi að ræða í íslenskri stjórnmálasögu." Flutningsmönnum fannst það s.s. óhæfa að erlendum aðila "haldist það uppi" að gera út stjórnmálaflokk hér á landi. Við lestur þessara umræðna frá 1978 er eins og maður sé að lifa sama hlutinn aftur - þessi setning gæti t.d. verðið frá Icesave umræðunum frá síðasta ári: "Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni, þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi þegar mikið var í húfi. Forustumenn verkamannaflokkanna þar voru okkur engu þarfari en annarra flokka forustumenn í því máli og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru valdameiri í löndum sínum á þeim tíma." Þetta er rúmlega 30 ára gömul ræða - og ég spyr mig - hefur eitthvað breyst? Rúsínan í pylsuendanum er þó þessi og varpar í leiðinni ljósi á ástæður Evrópuveiki Samfylkingarinnar sem hún tók í arf frá Alþýðuflokknum heitnum. "Ljóst er einnig, að tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík, að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegnum fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norðurlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja uppruna þess." Lengi býr að fyrstu gerð nú rúmum 30 árum síðar. Í ræðu Páls Péturssonar í umræðunum kom athyglisverður punktur fram en hann vitnar í 1. mgr. 41. gr. laga nr. 16 frá 1971, Vínarsamnings um stjórnmálasamband, en þar segir: „Það skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkis, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis." Þetta ákvæði er nú að finna í 55. gr. samningsins en sendiráð njóta friðhelgi í því landi sem þau starfa. Því er ljóst að fjáraustur erlendra sendiráða til kynningar á málstað og skoðanamyndana eru ólöglegar að íslenskum lögum sbr. lög nr. 62/1978 auk Vínarsamningsins. Því spyr ég mig - hefur eitthvað breyst í vinnubrögðum kratanna? Hví sækja þeir erlent fjármagn til að berjast fyrir málstað sínum - í stað þess að eiga málefnalega umræðu við landa sína - til að koma málum sínum í gegn? Skoðum ástæðu rúmlega 4 milljarða framlags Evrópusambandsins í aðlögunarferlinu í ljósi þessa. Hér er um klárt lögbrot að ræða.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun