Hvergi vikið að samkeppni í fjölmiðlafrumvarpinu 30. apríl 2010 13:07 Meginathugasemdir ráðsins lúta að aðgerðaleysi stjórnvalda við að jafna samkeppnisskilyrði einkarekinna fjölmiðla og RÚV. „Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." Þetta sjónarmið er að finna á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað er um umsögn ráðsins um hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrir menntamálanefnd Alþingis liggur nú frumvarp til laga um fjölmiðla, en Viðskiptaráð hefur líkt og fleiri aðilar skilað inn umsögn um frumvarpið. Meginathugasemdir ráðsins lúta að aðgerðaleysi stjórnvalda við að jafna samkeppnisskilyrði einkarekinna fjölmiðla og RÚV. „Eins og Viðskiptaráð benti á í umsögn sinni þá fær álit Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2008, er varðar háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði, litla sem enga umfjöllun í frumvarpinu þrátt fyrir að það sé á 400 hundrað blaðsíður," segir á vefsíðunni. „Í áliti þessu komst eftirlitið meðal annars að þeirri niðurstöðu að rekstrarfyrirkomulag RÚV gangi gegn markmiðum samkeppnislaga um að efla virka samkeppni og að þær tekjur af almannafé sem RÚV nýtur veiti félaginu forgjöf til að kaupa vinsælt sjónvarpsefni og þar með forréttindi á auglýsingamarkaði. Auk þessa var það mat eftirlitsins að RÚV hefði sýnt samkeppnishamlandi hegðan á auglýsingarmarkaði og að þátttaka félagsins á þeim markaði sé veigamikil ástæða þess að ekki séu fleiri öflugir fjölmiðlar hérlendis og eignarhald þeirra ekki dreifðara. Því mætti efla samkeppni og fjölga valkostum neytanda með takmarkaðri aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði. Í ljósi þess að varnarorð Samkeppniseftirlitsins verða vart afdráttarlausari er það von Viðskiptaráðs að menntamálanefnd og Alþingi bregðist við með umtalsverðum breytingum á frumvarpinu." Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Þrátt fyrir að frumvarpið feli í sér heildarlöggjöf á sviði fjölmiðla þá er þannig hvergi vikið að samkeppnissjónarmiðum né heldur er tækifærið nýtt til að takmarka verulega aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði." Þetta sjónarmið er að finna á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands þar sem fjallað er um umsögn ráðsins um hið nýja fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrir menntamálanefnd Alþingis liggur nú frumvarp til laga um fjölmiðla, en Viðskiptaráð hefur líkt og fleiri aðilar skilað inn umsögn um frumvarpið. Meginathugasemdir ráðsins lúta að aðgerðaleysi stjórnvalda við að jafna samkeppnisskilyrði einkarekinna fjölmiðla og RÚV. „Eins og Viðskiptaráð benti á í umsögn sinni þá fær álit Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2008, er varðar háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði, litla sem enga umfjöllun í frumvarpinu þrátt fyrir að það sé á 400 hundrað blaðsíður," segir á vefsíðunni. „Í áliti þessu komst eftirlitið meðal annars að þeirri niðurstöðu að rekstrarfyrirkomulag RÚV gangi gegn markmiðum samkeppnislaga um að efla virka samkeppni og að þær tekjur af almannafé sem RÚV nýtur veiti félaginu forgjöf til að kaupa vinsælt sjónvarpsefni og þar með forréttindi á auglýsingamarkaði. Auk þessa var það mat eftirlitsins að RÚV hefði sýnt samkeppnishamlandi hegðan á auglýsingarmarkaði og að þátttaka félagsins á þeim markaði sé veigamikil ástæða þess að ekki séu fleiri öflugir fjölmiðlar hérlendis og eignarhald þeirra ekki dreifðara. Því mætti efla samkeppni og fjölga valkostum neytanda með takmarkaðri aðkomu RÚV að auglýsingamarkaði. Í ljósi þess að varnarorð Samkeppniseftirlitsins verða vart afdráttarlausari er það von Viðskiptaráðs að menntamálanefnd og Alþingi bregðist við með umtalsverðum breytingum á frumvarpinu."
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira