Tengsl við Kötlu verður að taka alvarlega 20. apríl 2010 19:27 Haraldur Sigurðsson segir að taka verði alvarlega vísbendingar um tengsl Eyjafjallajökuls við Kötlu. Mynd/ Anton. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að taka verði mjög alvarlega vísbendingar um að gos í Eyjafjallajökli geti hleypt Kötlu af stað. Slík systragos hafi þó öll verið lítil. Ekkert dregur úr gosóróa en skýrar vísbendingar eru um að gosið sé breytast úr öskugosi í hraungos, sem Haraldur telur að geti staðið mánuðum saman. Fyrstu dagana einkenndist gosið af gufusprengingum sem urðu þegar hraunkvikan bræddi jökulinn, en sprengingarnar tættu upp kvikuna og úr varð svört aska og öskubólstrar sem stigu hátt til himins. Gosið telst lítið, á alþjóðlegum mælikvarða um stærð eldgosa, sem er rúmmál goskviku. Haraldur segir að Surtseyjargosið hafi verið einn rúmkílómetri af kviku, Lakagígar um fimmtán, eldgos í Indónesíu árið 1815 hafi verið um eitthundrað rúmkílómetrar. Þetta gos nú sé enn vel innan við einn rúmkílómetra. "Það er því lítið gos. En lítið gos með mikil áhrif, segir Haraldur. Ástæðan er hversu víða askan hefur borist. Það sé óvenjulegt hversu fín askan sé, eins og hveiti, og þessvegna dreifist hún miklu lengra. Haraldur segir að menn verði að vera viðbúnir því að Eyjafjallajökull geti ræst Kötlu. "Málið er það alvarlegt. Við verðum að taka það með fullri alvöru að það geti verið möguleiki á því að Eyjafjallajökulskvikan geti skotist í Kötlukerfið neðanjarðar og hleypt einhverju af stað," segir Haraldur. "En til allrar hamingju hafa öll þessi Kötlugos sem hafa fylgt Eyjafjallajökulsgosum verið lítil gos. Svo að það er jákvæða hliðin," bætir hann við. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að taka verði mjög alvarlega vísbendingar um að gos í Eyjafjallajökli geti hleypt Kötlu af stað. Slík systragos hafi þó öll verið lítil. Ekkert dregur úr gosóróa en skýrar vísbendingar eru um að gosið sé breytast úr öskugosi í hraungos, sem Haraldur telur að geti staðið mánuðum saman. Fyrstu dagana einkenndist gosið af gufusprengingum sem urðu þegar hraunkvikan bræddi jökulinn, en sprengingarnar tættu upp kvikuna og úr varð svört aska og öskubólstrar sem stigu hátt til himins. Gosið telst lítið, á alþjóðlegum mælikvarða um stærð eldgosa, sem er rúmmál goskviku. Haraldur segir að Surtseyjargosið hafi verið einn rúmkílómetri af kviku, Lakagígar um fimmtán, eldgos í Indónesíu árið 1815 hafi verið um eitthundrað rúmkílómetrar. Þetta gos nú sé enn vel innan við einn rúmkílómetra. "Það er því lítið gos. En lítið gos með mikil áhrif, segir Haraldur. Ástæðan er hversu víða askan hefur borist. Það sé óvenjulegt hversu fín askan sé, eins og hveiti, og þessvegna dreifist hún miklu lengra. Haraldur segir að menn verði að vera viðbúnir því að Eyjafjallajökull geti ræst Kötlu. "Málið er það alvarlegt. Við verðum að taka það með fullri alvöru að það geti verið möguleiki á því að Eyjafjallajökulskvikan geti skotist í Kötlukerfið neðanjarðar og hleypt einhverju af stað," segir Haraldur. "En til allrar hamingju hafa öll þessi Kötlugos sem hafa fylgt Eyjafjallajökulsgosum verið lítil gos. Svo að það er jákvæða hliðin," bætir hann við.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira