Innlent

Enn ekki niðurstaða í Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöf Nordal segir engar fréttir af gangi Icesave viðræðna á meðan að samninganefndin fundar í Lundúnum.
Ólöf Nordal segir engar fréttir af gangi Icesave viðræðna á meðan að samninganefndin fundar í Lundúnum.
Fundur utanríkismálanefndar Alþingis var tíðindalaus, segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. „Það er ennþá verið að funda þarna úti og á meðan svo er er ekkert að frétta," segir Ólöf í samtali við Vísi. Nefndin fundaði með fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra fyrr í kvöld.

Samninganefnd Íslands hefur fundað í kvöld bresku og hollensku samninganefndunum í London, þar sem þess er freistað að ljúka samningunum um Icesave. Það er sem fyrr Lee Buchheit, sérfræðingur í alþjóðalögum, sem leiðir nefndina.

Vísir náði hvorki tali af Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, né Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins og fulltrúa í utanríkismálanefnd, nú undir kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×