Button hissa á hörðum stigaslag 8. apríl 2010 10:30 Jenson Button hefur fagnað sigri í einu móti af þremur og er meðal þeirra sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn." Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn."
Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira