Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu 8. apríl 2010 14:38 Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði.Hjónin sem hér um ræðir eru Frank og Jamie McCourt og íþróttaliðið er hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers, eitt það árangursríkasta í Bandaríkjunum þegar tekjur af slíkri starfsemi eru metnar.Eiginkonan Jamie var forstjóri liðsins þar til eignmaðurinn Frank rak hana úr starfinu í fyrra. Í skilnaðarmálinu gerir Jaime kröfu um að fá starfið aftur og staðhæfir að hún eigi enn helming liðsins. Þar að auki krefst hún þess að fá aftur bílastæðið sitt við Dodger leikvanginn.Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að fyrir utan framangreint fari Jaime fram á milljón dollara á mánuði í framfærslukostnað, 9 milljónir dollara til að borga skilnaðarlögmönnum sínum, ótæmandi ferðalagasjóð og öryggisvakt allan sólarhringinn.Frank McCourt hefur hafnað þessum kröfum þar sem hann segist aðeins vinna sér um um 5 milljónir dollara á ári þessa dagana vegna kreppunnar. Frank hefur boðið fyrrum eiginkonu sinni 150.000 dollara á mánuði í framfærslukostnað, eða rúmlega 19 milljónir kr. Ef hún þurfi eitthvað meira hefur Frank bent henni á að selja eignir.Eignir þeirra hjóna eftir 30 ára hjónaband eru talsverðar eða um 1,2 milljarðar dollara. Stærsta eignin er Los Angeles Dodgers en liðið er metið á 800 milljónir dollara. Í eignasafninu eru einnig sex vegleg heimili víða um Bandaríkin, lystisnekkja og einkaþota svo eitthvað sé nefnt.Ástæða skilnaðarins er hefðbundin, þau ásaka hvort annað um framhjáhald. Málið er rekið fyrir dómstól í Kaliforníu.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira