Hinn gamalreyndi Tom Watson sýndi skínandi spilamennsku á Masters í dag og kom í hús á fimm höggum undir pari. Þessi sextíu ára gamli kylfingur er í forystu sem stendur ásamt Lee Westwood, Phil Mickelson og Y.E. Yang semeru einnig á fimm höggum undir.
Tiger Woods er farinn af stað og þegar þetta er skrifað er hann á einu höggi undir pari eftir fjórar holur. Fjölmargir áhorfendur fylgjast með hverju skrefi hans.