Fyrsta nýja auglýsingin með Tiger Woods, síðan upp komst um framhjáhald hans, var frumsýnd í gær. Hún er frá Nike og er afar sérstök enda vakið mikla athygli.
Auglýsingin er í svarthvítu og vísar til vandræða hans í einkalífinu.
Tiger horfir beint í myndavélina á meðan rödd föður hans, Earl, hljómar. Í lok auglýsingarinnar spyr faðir hans hvort hann hafi lært eitthvað? Tiger byrjar að svara því í kvöld.
Nike er eitt af fáum fyrirtækjum sem stendur enn með Tiger og ætlar sér að standa þétt við hlið hans.
Hægt er að sjá auglýsinguna hér.