Viðskipti erlent

Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins

Ný bresk könnun sýnir að Frakkland er dýrasta ferðamannaland heimsins fyrir breskan almenning. Ísland vermir níunda sætið á þeim lista

Könnunin var gerð á vegum vefsíðunnar Skyscanner sem einnig spurði Breta hvað þeir teldu að væri dýrasta ferðamannalandið.

Töluverður munur var á raunveruleikanum og væntingum almennings um kostnaðinn við að ferðast til mismunandi landa. Þannig telja flestir Breta að Norðurlöndin, Dubai og Japan séu dýrustu ferðamannalöndin.

Í raunveruleikanum er Frakkland dýrasta ferðamannalandið en næst þar á eftir koma Sviss og Danmörk. Tekið var mið af kostnaði við að kaupa meðal annars kaffibolla, bjórglas, máltíð á veitingastað, gistingu á Marriott hótel og verð á bílaleigubíl frá Avis.

Ísland lendir í níunda sæti listans og fellur raunar enn neðar ef bætt er við flugferðum til og frá landinu. Þá er Ísland í tólfta sæti.

Ódýrstu löndin af þeim þrjátíu sem könnunin náði til voru Kýpur, Grikkland og Suður Afríka.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×