AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð 9. júní 2010 05:30 Ríkið mun leggja fram 20 milljónir í hlutafélag sem á að stofna 1. október og síðan á að ráðast í framkvæmdir fyrir 6-7 milljarða á ári næstu ár með lánsfé frá lífeyrissjóðunum. Önnur leið er ekki fær vegna skilyrða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir þingmaður. Mynd/GVA Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. Lífeyrissjóðirnir munu lána fyrir framkvæmdum sem nema um sex til sjö milljörðum króna á ári næstu fjögur ár. Stofnað verður opinbert hlutafélag til að halda utan um framkvæmdirnar, sem á að ljúka 2014. Þessi aðferð er nauðsynleg þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fellst ekki á að lán vegna skuldbindinga við þessar framkvæmdir verði færðar í bækur ríkissjóðs, sagði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðurnar. Fyrsta umræða um málið fór fram á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Í framsögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra kom fram að í ár væri búið að ákveða vegaframkvæmdir fyrir 11,5 milljarða króna en aðeins fyrir 1,5 milljarða á næsta ári og 500 milljónir árið 2012. Með stofnun opinbers hlutafélags, sem tæki til starfa í október í haust, mætti auka framkvæmdir og örva atvinnulífið. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og einn frá Samfylkingu ræddu málið við ráðherrann. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, taldi að það hefðu einhvern tímann þótt mikil pólitísk tíðindi að ríkisstjórn með aðild VG, legði fyrir Alþingi frumvarp um að innheimta veggjöld af almenningi. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, gerðu athugasemdir við að reisa ætti „tollmúra umhverfis höfuðborgina en láta aðra landshluta njóta góðs af því að framkvæmdir þar eru kostaðar af ríkissjóði," eins og Anna Margrét komst að orði. Ragnheiður Elín nefndi að kanna ætti möguleika á að innheimta jafnframt veggjöld í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum. Framkvæmdum þar er að ljúka á kostnað ríkissjóðs og án ráðgerðra veggjalda. „Í mínum huga er það grundvallaratriði að gæta jafnræðis í þessum efnum," sagði Anna Margrét, sem þó lýsti stuðningi við frumvarp flokksbróður síns, samgönguráðherrans: „Aðstæður eru nú með með þeim hætti að við þurfum að styðjast við bjargráð sem eru ekki endilega efst á óskalistanum." Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. Lífeyrissjóðirnir munu lána fyrir framkvæmdum sem nema um sex til sjö milljörðum króna á ári næstu fjögur ár. Stofnað verður opinbert hlutafélag til að halda utan um framkvæmdirnar, sem á að ljúka 2014. Þessi aðferð er nauðsynleg þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fellst ekki á að lán vegna skuldbindinga við þessar framkvæmdir verði færðar í bækur ríkissjóðs, sagði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við umræðurnar. Fyrsta umræða um málið fór fram á ellefta tímanum á mánudagskvöld. Í framsögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra kom fram að í ár væri búið að ákveða vegaframkvæmdir fyrir 11,5 milljarða króna en aðeins fyrir 1,5 milljarða á næsta ári og 500 milljónir árið 2012. Með stofnun opinbers hlutafélags, sem tæki til starfa í október í haust, mætti auka framkvæmdir og örva atvinnulífið. Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks og einn frá Samfylkingu ræddu málið við ráðherrann. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, taldi að það hefðu einhvern tímann þótt mikil pólitísk tíðindi að ríkisstjórn með aðild VG, legði fyrir Alþingi frumvarp um að innheimta veggjöld af almenningi. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, gerðu athugasemdir við að reisa ætti „tollmúra umhverfis höfuðborgina en láta aðra landshluta njóta góðs af því að framkvæmdir þar eru kostaðar af ríkissjóði," eins og Anna Margrét komst að orði. Ragnheiður Elín nefndi að kanna ætti möguleika á að innheimta jafnframt veggjöld í Héðinsfjarðargöngum og Bolungarvíkurgöngum. Framkvæmdum þar er að ljúka á kostnað ríkissjóðs og án ráðgerðra veggjalda. „Í mínum huga er það grundvallaratriði að gæta jafnræðis í þessum efnum," sagði Anna Margrét, sem þó lýsti stuðningi við frumvarp flokksbróður síns, samgönguráðherrans: „Aðstæður eru nú með með þeim hætti að við þurfum að styðjast við bjargráð sem eru ekki endilega efst á óskalistanum."
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira