Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir 29. september 2010 04:00 guðmundur marteinsson „Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta." Á mánudag féllust Hagar á að greiða 270 milljónir í sekt fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, í eigu Haga, hafi átt í samráði við átta kjötframleiðendur um verðlagningu á kjötvörum, með því að verðmerkja vörurnar áður en þær koma í verslanir. Frá 1. desember næstkomandi verður Bónus óheimilt að taka við forverðmerktum kjötvörum sem seldar eru í stykkjatali. Eftir 1. mars 2011 verður óheimilt að taka við öllum forverðmerktum vörum. Þá er um að ræða allar kjötvörur og einnig osta í stykkjatali, segir Guðmundur. Hann segir þetta leiða af sér að Bónus muni einungis gefa upp kílóverð og þyngd viðkomandi vöru, en ekki útreiknað verð. Bónus hafi verið sektað fyrir fyrirkomulag sem hafi verið við líði á markaðnum löngu fyrir opnanir verslananna árið 1989. Hann telur Samkeppniseftirlitið vera að leggja til atlögu gegn fyrirtækinu. „Þetta mál er með ólíkindum og öll umræða á þann veg að reynt er að gera Bónus tortryggilegt í augum neytenda," segir Guðmundur. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þessar áætlanir Bónuss um verðmerkingar stangast á við lög. Hann segir að verslunum beri samkvæmt lögum að birta þyngd, kílóverð og endanlegt verð hverrar vöru fyrir sig. Tryggvi fagnar aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og segir Neytendastofu hafa beðið eftir ákvörðuninni. „Það hefur að okkar mati verið ótækt ástand að endanlegt verð til neytenda hefur ekki verið á vörunum eins og lög og reglur mæla fyrir um," segir Tryggvi. „Neytendur hafa þurft að beita stöðugum hugarreikningi til að finna út hið endanlega verð vörunnar þegar þeir eru að gera sitt upplýsta val." sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira