Krefjast ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði 29. september 2010 05:30 Að því er segir á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt helsta hlutverk þjóðgarðsins að gera almenningi kleift að njóta hans í gegnum upplifun og fræðslu. Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Fjölmargir aðilar í ferðaþjónustu og útivist eru afar ósáttir við verndaráætlun sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt fyrir umhverfisráðherra til staðfestingar. Meðal þess sem stendur fyrir dyrum er að loka ýmsum leiðum fyrir ökutækjum og reiðhestum, meðal annars um Vonarskarð milli norðvestanverðs Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls. Þetta angrar ýmsa ferðaþjónustuaðila, hestamenn, veiðimenn, jeppamenn og aðra útivistarmenn. Næsta laugardag vonast þessir hópar eftir þúsundum manna til að taka þátt í mótmælum við Vonarskarð undir yfirskriftinni „Jarðarför á ferðafrelsi Íslendinga“. Unnar Garðarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Óbyggðaferðir og er meðal annars með ferðir um Vonarskarð, býður mótmælendum fría gistingu í Hólaskógi um helgina. „Það á að loka fyrir akandi umferð og reiðmönnum gömlum og viðurkenndum slóðum og vegum sem ferðamenn á Íslandi hafa notað í tugi ára,“ segir Unnar. Hann telur orðið verndaráætlun vera rangnefni. Mótmælin snúist um að bjarga þjóðgarðinum. „Þetta snýst ekki um verndarsjónarmið heldur lítur út fyrir að þetta séu nokkrir menn sem vilja geta komist þarna með gönguhópa og gengið um heilu víðátturnar í algjörri kyrrð og þögn,“ segir Unnar. Landssamband hestamanna er meðal hundraða aðila sem sendu inn athugasemdir við upphaflega áætlun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Einar Bollason, eigandi Íshesta, segir stjórnina nánast ekkert tillit taka til athugasemdanna. „Og þeir leyfa sér að svara þeim öllum með einhverju stöðluðu bréfi. Önnur eins ókurteisi af stjórnskipunarvaldi hefur bara aldrei sést hér – og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum,“ segir Einar. Að sögn Einars er hann sérlega vonsvikinn því hann hafi verið meðal þeirra sem hvatti til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Þá hafi verið rætt um breytt hugarfar og að koma þyrfti til móts við þarfir heimamanna og ferðaþjónustunnar. „Öll þessi fögru orð og fyrirheit eru einskis virði í dag,“ segir Einar sem vill að stjórnvöld svari þeirri grundvallarspurningu hvort þjóðgarðar eigi eingöngu að vera fyrir gangandi fólk. „Ef svo er þá geta þeir troðið þessum þjóðgarði upp í afturendann á sér.“ Hvorki Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, né Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra svöruðu skilaboðum Fréttablaðsins. Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hafa margir gert athugasemdir við ráðherrann vegna tillögunnar og íhugar Svandís nú hvort gera þurfi á henni breytingar áður en hún staðfestir áætlunina. gar@frettabladid.is Unnar Garðarsson Einar Bollason Svandís Svavarsdóttir
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira