Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar 29. september 2010 06:00 Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar