Birgir Leifur er ánægður með fyrsta hringinn á úrtökumótinu á Spáni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. nóvember 2010 15:14 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Daníel Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði vel á fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 70 höggum eða 2 höggum undir pari á Arcos Garden vellinum á Spáni. Í samtali við visir.is sagði Íslandsmeistarinn að hann væri ánægður með fyrsta keppnisdaginn. Birgir er í 11.-19. sæti en um 20 kylfingar komast áfram. „Þetta gekk fínt, ég fékk fjóra fugla og tvo skolla. Völlurinn er blautur og boltinn rúllar því ekkert á brautunum eftir uppyhafshöggin. Aðstæður eru að öðru leyti fínar," sagði Birgir í dag en ekki er búið að birta lokastöðuna eftir fyrsta keppnisdaginn. „Ég hef ekki hugmynd um hvar ég er í röðinni en aðstæður voru fínar og eflaust eru einhverjir á góðu skori. Það er nóg eftir af þessu móti," bætti Birgir við. Alls eru 80 kylfingar á þessum keppnisvelli en alls eru keppnisstaðirnir fjórir á 2. stigi úrtökumótsins. Það komast um 25% af keppendum áfram af hverjum velli á 3. stig úrtökumótsins sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Það má gera ráð fyrir að um 20 kylfingar komist áfram af Arcos Garden vellinum. Mynd/Daníel Birgir Leifur náði frábærum árangri á íslensku mótaröðinni í sumar en hann sigraði á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Hann vann einnig Íslandsmótið í holukeppni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á þessu ári hefur Birgir leikið á einu atvinnumóti, í Austurríki á Evrópumótaröðinni, en þar endaði hann í 52. sæti. Birgir vann sér inn keppnisrétt á Evrópumótaröðinni árið 2007 þar sem hann lék á 17 mótum og árið 2009 lék hann á 18 mótum á Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira