Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi 13. nóvember 2010 06:00 Ögmundur jónasson Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira