Fótbolti

Steven Gerrard í frjálsri stöðu í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AP
Steven Gerrard fær fullt leyfi til að sækja fram á völlinn í kvöld þegar England mætir Alsír á HM í Suður-Afríku. Ástæðan er endurkoma Gareth Barry.

Hann fer á miðjuna með Frank Lampard og því verður Gerrard væntanlega á vinstri kantinum.

"Það hentar mér vel að fá að sækja meira," sagði Gerrard sem skoraði fyrir England gegn Bandaríkjunum í 1-1 jafntefli. Hann fær svo fullt leyfi til að spila nánast þar sem hann vill og mun væntanlega vera mjög hreyfanlegur fram á við.

Óvíst er hvort Wayne Rooney fær Emile Heskey, sem lagði upp markið fyrir Gerrard en var annars frekar slakur, eða Jermaine Defoe með sér í framlínuna.


Tengdar fréttir

David James í markinu í kvöld

David James verður væntanlega í markinu hjá enska landsliðinu í kvöld. Það mætir Alsír í annarri umferð HM klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×