Alonso má ekki við vandræðum 9. september 2010 16:13 Jenson Button og Fernando Alonso í forgrunni á blaðamannafundi á Monza brautinni í dag. Mynd: Getty Images Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari er einn af fimm ökumönnum sem á möguleika á meistaratitli þegar sex mótum er ólikið og hann ekur Ferrari á heimavelli liðsins í Monza um helgina. Alonso segir tvö næstu mót mikilvæg og hann verði að fá mikið af stigum í síðustu sex mótunum ætli hann að eiga möguleika á titlinum. "Augljóslega verður þetta erfiðara eftir því sem mótunum fækkar, ef illa gengur í einu móti. Þetta er kannski ekki síðasti sjénsinn okkar, en næsta mót og mótið í Singapúr þurfa hlutirnir að ganga vel", sagði Alonso í frétt frá Monza á autosport.com. Alonso segir að ef hann falli úr leik eða lendi í vandræðum get hann kvatt möguleika á titilinum endanlega. Lewis Hamilton er efstur að stigum í stigamótinu með 182 stig, Mark Webber er með 179, Sebastian Vettel 151, Jenson Button 147 og Alonso 141. "Fyrir mótið á Spa vorum við í þéttum hnapp og lítill munur á milli efstu manna. En hlutirnir breytast hratt, mót frá móti og nýja stigkefið breytir miklu. Við ætlum að vera á toppnum í síðustu sex mótunum, eins ofarlega og mögulegt er og sjáum hvað gerist", sagði Alonso. "Við ættum að vera samkeppnisfærir á Monza, þó við höfum ekki náð tilætlaðum árangri á Spa. Við höfum skoðað málið og lagað bílinn og ættum að mæta með betri bíl sem hentar Monza brautinni betur." Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag og sunnudag, en á föstudagskvöld er þáttur frá æfingum keppnisliða á Monza brautinni.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira