Fimm Íslendingar komu við sögu í Gautaborgarslag IFK og GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. IFK vann sigur, 2-1.
Ragnar Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason léku allan leikinn fyrir IFK og Hjálmar Jónsson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins.
Þeir Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson léku á miðjunni í liði GAIS í kvöld.
IFK er í sjötta sæti deildarinnar með 31 stig eftir 22 umferðir og GAIS í ellefta sæti með 25 stig.