Framkvæmdastjóri SI: Nýsköpun mun skaðast 27. apríl 2010 10:56 Jón Steindór Valdimarsson segir að það þurfi að bregðast sem fyrst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. „Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins. Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins.
Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29