Framkvæmdastjóri SI: Nýsköpun mun skaðast 27. apríl 2010 10:56 Jón Steindór Valdimarsson segir að það þurfi að bregðast sem fyrst við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. „Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins. Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
„Þetta er stór þáttur í okkar tekjustraumum en tilvera okkar veltur ekki á þessu," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Iðnaðarins, en Mannréttindadómstóll Evrópu birti úrskurð í morgun um að iðnmálagjald sé ólögmætt. Það var húsasmiðurinn Vörður Ólafsson sem kærði málið til Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur Íslands hefur hinsvegar tvisvar úrskurðað að gjöldin séu lögleg. Iðnmálagjald er gjald upp á 0,08 prósent sem leggjast á allan iðnað í landinu. Gjöldin fara eftir umsvifum fyrirtækja. Tekjunum skal svo varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. „Það hefur verið sátt um þetta í 40 ár," segir Jón Steindór. Aðspurður hversu háar upphæðir sé um að ræða segir Jón að á mesta uppsveiflutímabilinu hafi tekjurnar verið um 400 milljónir. Hann bendir þó á að það sé afbrigðilegt í ljósi ástandsins sem þá ríkti. Jón áréttar þó að upphæðirnar geti verið háar. Að sögn Jóns þá mun dómur Mannréttindadómstólsins helst bitna á nýsköpun og menntamálum innan iðnaðarins enda skylt samkvæmt lögum að endurúthluta peningunum í iðnað og iðnþróun í landinu. Jón segir að hingað til hafi verið sátt um hlutverk Samtaka Iðnaðarins í þessu samhengi. Nú er það í uppnámi. Jón segir næsta skref sé að fara betur yfir dóminn sem var birtur í morgun. Þá þurfi að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins en ráðuneytið fer með eftirlit vegna gjaldanna. Aðspurður hvort dómurinn sé ekki einfaldlega réttlátur segir Jón að samtökin muni ekki deila við dómarann. „Það verður samt að bregðast við þessu sem allra fyrst," segir Jón Steindór sem stefnir á að funda með iðnaðarráðherra vegna málsins.
Tengdar fréttir Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Iðnaðarmálagjald stenst ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. 27. apríl 2010 10:29