Lífið

Vinnie Jones í blóðugum slagsmálum í Vegas

Vinnie Jones er ekki að slást í fyrsta skipti. Hér er hann leiddur út úr réttarsal eftir dóm vegna árásar á farþega í flugvél fyrir sjö árum.
Vinnie Jones er ekki að slást í fyrsta skipti. Hér er hann leiddur út úr réttarsal eftir dóm vegna árásar á farþega í flugvél fyrir sjö árum.

Breski leikarinn Vinnie Jones og landi hans, boxarinn Tamer Hassan, slógust heiftarlega á veitingastað í Las Vegas á laugardaginn. Slagsmálin bárust um staðinn og fram í anddyri og var Vinnie Jones alblóðugur eftir þau.

Vinnie og Hassan hafa eldað grátt silfur að undanförnu. Leikarinn bauð boxaranum og konu hans í áramótafagnað heima hjá sér fyrir nokkrum mánuðum en rak þau síðan á dyr með látum. Þegar hann sá boxarann á staðnum á laugardag rölti hann yfir á borðið hans og samdi um frið. Stuttu seinna rölti boxarinn yfir til Vinnie en þá var annað uppi á teningnum. Vinnie sló til hans og upp úr sauð.

Kapparnir neyðast til að ná sáttum nokkuð fljótt þar sem þeir eiga að leika saman í kvikmyndinni Blood nú í vikunni. Lögfræðingur Hassan sagði skjólstæðing sinn hafa neyðst til að verja sig gegn ótilefnislausri árás Vinnie Jones og að hann væri nokkuð illa leikinn.

Sjálfur segir Vinnie þetta ekki hafa verið neitt mál. „Við Tamer rifumst aðeins og slógumst eins og strákar gera þegar þeir fá sér drykk um helgar," sagði hann við breska blaðið The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.