Fótbolti

Iniesta klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andres Iniesta í leik með Spáni.
Andres Iniesta í leik með Spáni. Nordic Photos / AFP
Andres Iniesta verður í byrjunarliði Spánverja gegn Sviss á miðvikudaginn þegar liðin mætast í fyrsta leik þeirra á HM í Suður-Afríku.

Iniesta var sagður vera tæpur fyrir leikinn eftir að hann meiddist á læri í æfingaleik Spánverja gegn Póllandi nokkrum dögum áður en heimsmeistarakeppnin hófst.

„Iniesta verður í byrjunarliðinu gegn Sviss," sagði Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, við spænska fjölmiðla í dag. „Hann mun æfa með bolta á morgun og þá eru enn 72 klukkustundir þar til leikurinn hefst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×