Viðskipti innlent

Forsetinn vill aðra atkvæðagreiðslu um Icesave

Ólafur Ragnar í settinu hjá Bloomberg.
Ólafur Ragnar í settinu hjá Bloomberg.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vill að þjóðaratkvæðagreiðsla verði aftur um nýtt samkomulag í Icesave deilunni. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann hjá Bloomberg fréttaveitunni.

„Það mikilvægasta er að Bretar og Hollendingar hafa gert sér grein fyrir að afstaða þeirra í upphafi Icesave deilunnar hafi verið ósanngjörn. Þeir hafa nú breytt þeirri afstöðu," segir Ólafur.

Forsetinn segir hinsvegar að það sé spurning um hve langt sé hægt að ganga í að láta almenning að axla byrðarnar af föllnum einkabönkum.

Aðspurður nánar um Icesave segir forsetinn að nýr samningur verði fyrst að fara í gegnum Alþingi en almenningur eigi síðan að hafa síðasta orðið ef samningurinn sé metinn ósanngjarn.

Forsetinn var einnig spurður um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann svaraði því til að Ísland gæti sagt bless við sjóðinn á næsta ári. Ísland hefði staðið sig mun betur í endurreisn efnahags síns en spáð hafði verið.

Bloomberg vildi vita um skoðanir forsetans á stöðunni á Írlandi og muninum á því landi og Íslandi hvað varðar eftirköst fjármálakreppunnar.

Ólafur segir að á Íslandi var bönkunum leyft að falla. Íslendingar pumuðu ekki peningum í þá til að halda þeim gangandi. Krónan hafi gert Íslendingum kleyft að fella gengið verulega, þannig að útflutningsgreinar landsins hafa blómstrað.

„Þess vegna er íslenska hagkerfið að koma út úr kreppunni fyrr en vænst var," segir Ólafur.

Bloomberg-viðtalið má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×