Erlent

Vonir dvína um að námumennirnir á Nýja Sjálandi séu á lífi

Vonir dvína hratt um að nokkur af þeim 29 námamönnum sem fastir eru í námu í suðurhluta Nýja Sjálands séu enn á lífi.

Nú eru liðnir fjórir dagar frá því að sprenging varð í námunni og enn hefur ekkert heyrst til námumannanna. Tilraun til að koma vélmenni niður í námuna mistókst í gær.

Lögreglustjórinn Gary Knowles sem stjórnar björgunaraðgerðunum segir í samtali við BBC að menn verði að vera raunsæir og að vonir um að mennir séu á lífi dvíni eftir því sem lengri tími líður.

Enn er verið að meta gæði loftsins í námunni áður en reynt verður að senda björgunarmenn niður í hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×