Einbeittur ásetningur eða framið í ákafri geðshræringu? Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. september 2010 10:51 Friðrik Smári Björgvinsson, Jón H.B Snorrason og Björgvin Björgvinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á blaðamannafundinum í gær þar sem tilkynnt var að játning lægi fyrir. Mynd/Fréttastofa Stöðvar 2 Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. Á blaðamannafundinum í gær þar sem lögreglan greindi frá því að Gunnar Rúnar sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði játað að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni vildi lögreglan ekki greina frá því hvort rannsókn málsins hefði leitt í ljós einhverjar undirbúningsathafnir af hálfu Gunnars Rúnars í aðdraganda verknaðarins, en slíkar athafnir eru til þess fallnar að styrkja ásetning. Þess vegna liggur í raun ekkert fyrir um hvort hann hafi skipulagt morðið með einhverjum fyrirvara eða hvort það hafi verið framið í geðshræringu. Lögregla vildi ekki gefa upp ástæður Gunnars Rúnars, en greindi frá því að gerð yrði krafa um geðheilbrigðisrannsókn. Lögreglan er búin að tímasetja verknaðinn og telur að morðið hafi verið framið milli kl. 5 og 10 að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðins. Leit að morðvopninu stendur enn yfir og hefur lögreglan notið aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leitina í smábátahöfninni í Hafnarfirði þar sem Gunnar Rúnar segist hafa losað sig við morðvopnið. Í gær fannst fatnaður og verður staðreynt hvort hann sé meðal þess hann fleygði frá sér í höfnina. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi nákvæmar hugmyndir um tegund morðvopnsins. Aðspurður vill hann ekki gefa upp hvers konar hnífur var notaður, en eins og komið hefur fram voru djúp stungusár á líkama hins látna sem benda til þess að langt eggvopn hafi verið notað, hnífur af einhverju tagi. Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur á sig sök, er ekki lengur í einangrun, en hann er þó í gæslu og ekki meðal annarra fanga á Litla Hrauni. En hvers vegna var honum á sínum tíma sleppt að lokinni fyrstu yfirheyrslu? „Við viljum undirstrika að sönnunarbyrði í sakamálum er hjá lögreglu og ákæruvaldi og á þeim tímapunkti voru ekki skilyrði til að halda honum handteknum eða í gæsluvarðhaldi. Rannsóknin var ekki komin á þann stað þá," sagði Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í réttarsögunni. Á fjórða tug lögreglumanna hafa komið að rannsókninni og hafa hátt í hundrað einstaklingar verið yfirheyrðir. Eins og komið hefur fram var sakborningurinn afar hugfanginn af kærustu hins látna og var æskuvinur hennar. Þá þekkti hann til heima hjá Hannesi í Hafnarfirði því hann var reglulega með Hannesi og kærustunni og hafði verið gestkomandi á heimili Hannesar. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48 Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Morðvopnið sem Gunnar Rúnar Sigurþórsson notaði til að bana Hannesi Þór Helgasyni er enn ófundið. Í gær fannst fatnaður í smábátahöfninni í Hafnarfirði sem talið er að tilheyri Gunnari Rúnari. Á blaðamannafundinum í gær þar sem lögreglan greindi frá því að Gunnar Rúnar sem setið hefur í gæsluvarðhaldi hefði játað að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni vildi lögreglan ekki greina frá því hvort rannsókn málsins hefði leitt í ljós einhverjar undirbúningsathafnir af hálfu Gunnars Rúnars í aðdraganda verknaðarins, en slíkar athafnir eru til þess fallnar að styrkja ásetning. Þess vegna liggur í raun ekkert fyrir um hvort hann hafi skipulagt morðið með einhverjum fyrirvara eða hvort það hafi verið framið í geðshræringu. Lögregla vildi ekki gefa upp ástæður Gunnars Rúnars, en greindi frá því að gerð yrði krafa um geðheilbrigðisrannsókn. Lögreglan er búin að tímasetja verknaðinn og telur að morðið hafi verið framið milli kl. 5 og 10 að morgni sunnudagsins 15. ágúst síðastliðins. Leit að morðvopninu stendur enn yfir og hefur lögreglan notið aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leitina í smábátahöfninni í Hafnarfirði þar sem Gunnar Rúnar segist hafa losað sig við morðvopnið. Í gær fannst fatnaður og verður staðreynt hvort hann sé meðal þess hann fleygði frá sér í höfnina. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglan hafi nákvæmar hugmyndir um tegund morðvopnsins. Aðspurður vill hann ekki gefa upp hvers konar hnífur var notaður, en eins og komið hefur fram voru djúp stungusár á líkama hins látna sem benda til þess að langt eggvopn hafi verið notað, hnífur af einhverju tagi. Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur á sig sök, er ekki lengur í einangrun, en hann er þó í gæslu og ekki meðal annarra fanga á Litla Hrauni. En hvers vegna var honum á sínum tíma sleppt að lokinni fyrstu yfirheyrslu? „Við viljum undirstrika að sönnunarbyrði í sakamálum er hjá lögreglu og ákæruvaldi og á þeim tímapunkti voru ekki skilyrði til að halda honum handteknum eða í gæsluvarðhaldi. Rannsóknin var ekki komin á þann stað þá," sagði Jón H.B Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari hjá lögreglunni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í réttarsögunni. Á fjórða tug lögreglumanna hafa komið að rannsókninni og hafa hátt í hundrað einstaklingar verið yfirheyrðir. Eins og komið hefur fram var sakborningurinn afar hugfanginn af kærustu hins látna og var æskuvinur hennar. Þá þekkti hann til heima hjá Hannesi í Hafnarfirði því hann var reglulega með Hannesi og kærustunni og hafði verið gestkomandi á heimili Hannesar.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Tengdar fréttir Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48 Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00 Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Skófar og blóð ástæða gæsluvarðhalds Skófar á vettvangi morðsins í Hafnarfirði og blóð á sem fannst á skóm Gunnars Rúnars Sigurþórssonar, eru meginástæður þess að hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir helgi samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins. 30. ágúst 2010 15:48
Var með unnustu Hannesar um nóttina Gunnar Rúnar Sigþórsson sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, var með unnustu Hannesar nóttina örlagaríku. Hann var ekkert yfirheyrður um helgina 30. ágúst 2010 19:00
Fréttaskýring: Morðinginn hugfanginn af kærustu Hannesar Morðið á Hannesi Þór Helgasyni var sérstaklega hrottafengið og á sér líklega fá fordæmi í íslenskri réttarsögu. Ýmsar vísbendingar eru um að um ástríðuglæp hafi verið að ræða en banamaður Hannesar Þórs var afar hugfanginn af kærustu hans. Í þessari fréttaskýringu verður atburðarrásin rakin. 5. september 2010 08:08