Óð að ljósmyndara með hnefann á lofti 20. janúar 2010 06:00 Hosmany ramos Var leiddur inn í héraðsdóm í handjárnum sem fest voru við mittisól. Auk málflutnings í framsalsmáli hans var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. febrúar.Fréttablaðið/Gva Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira