Ekki í mínu nafni Sigríður Guðmarsdóttir skrifar 9. júní 2010 06:00 Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Frumvarp um ein hjúskaparlög liggur fyrir Alþingi og hafa þinginu borist ýmsar umsagnir sem lesa má á vef þingsins. Í umsögn sinni fyrir hönd þjóðkirkjunnar telur biskup Íslands frumvarpið ganga gegn ríkjandi hjúskaparskilningi. Þar segir: „Ríki og trúfélögin hafa álitið hjónabandið heilagt og ríki jafnt sem kirkja verið skuldbundin að virða það" (bls. 2). Biskup heldur áfram: „Nú gengur ríkið fram með nýja skilgreiningu á hjúskapnum, sem byggir á hugmyndafræði sem runnin er af öðrum rótum en þeim sem trúarbrögð og siðmenning og flest ríki heims hafa hingað til viðurkennt sem viðmið" (bls.3). Ályktanir biskups um altæk viðmið hjónabandsins kalla á ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi virðist gengið út frá því að hjónabandið á öllum tímum sé eitt og sama fyrirbrigðið. Athyglisvert er að heyra lútherskan biskup ræða um heilagleika hjónabandsins og samhengi í sögu og samtíð í ljósi þess að lútherska siðbótin hafnaði hinum rómversk-kaþólska sakramentisskilningi á 16. öld og bylti þannig viðhorfum til hjónabandsins. Íslensk hjúskaparlöggjöf er ekki ein og óbreytanleg heldur í örri þróun. Þegar ég vígðist til prests árið 1990 stóð enn í hjúskaparlögum að eigi mætti vígja „geðveikan mann eða hálfvita" í hjónaband, sem lýsir allvel fordómum samfélagsins gagnvart þeim sem áttu við geðræn vandamál eða greindarskerðingu að etja. Fátækralöggjöf 19. aldar varnaði fátæku fólki og jarðnæðislausu aðgang að hjónabandinu. Hjónabandslöggjöf á Íslandi í upphafi 21. aldar er ekki sama samfélagsstofnun og sú sem var við lýði í Rómaveldi fornkirkjunnar eða íslenskri sveit á 19. öld. Hún stendur vörð um kærleikssamband og jafnræði tveggja manneskja sem bindast hvor annarri nánum kærleiks- og kynlífsböndum og ætti engu að gilda hvort hjónaefnin eru fátæk, fráskilin, með geðraskanir, af sama eða gagnstæðu kyni. Í öðru lagi fullyrðir biskup að frumvarpið gangi gegn sameiginlegri siðmenningu og trúarbrögðum þjóða heims og sé runnin undan rótum annarlegrar hugmyndafræði. Skv. 1. Mósebók eru allar mannverur skapaðar í Guðs mynd og slík viðmið mynda ýmsa hornsteina mannréttindahugsjóna Vesturlanda um frelsi, jafnrétti og samstöðu jarðarbarna. Ég tel ein hjúskaparlög vera í rökréttu samræmi við sköpunarskilning sem gengur út frá jafnræði allra sem mannvera og kynvera. Ef hugmyndafræði einna hjúskaparlaga gengi þvert gegn viðmiðum trúarbragða og siðmenningar, eins og biskup vill vera láta, hvað segði það þá um viðmiðin? Ég er ein 90 presta og guðfræðinga sem lögðu fram stuðningstillögu við frumvarpið á Prestastefnu. Dagskrártillaga studd af öllum þremur biskupunum um að vísa málinu til biskups var lögð fram og naumlega samþykkt. Ekki var tekin afstaða til stuðningstillögunnar, en flutningsmenn drógu hana heldur ekki til baka og er hugur fjölmargra presta og guðfræðinga til frumvarpsins því skýr. Biskup Íslands víkur lauslega að tillögu hinna níutíu í umsögn sinni, þar sem rætt er um „hóp presta og guðfræðinga." Fátt minnir á vilja þessa „hóps" í umsögn biskups fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Umsögn biskups veldur mér vonbrigðum og hann talar þar ekki í mínu nafni. Ég þakka dómsmálaráðherra fyrir vandað frumvarp og vonast til að það verði að lögum 27. júní næstkomandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun