Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 11:59 Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka. Jón Þórisson, forstjóri VBS. Mynd/GVA VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. Á fyrsta kröfuhafafundi VBS á fimmtudag kom fram að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent, úr 52 milljörðum í tíu. Af þeim tíu milljörðum eru níu milljarðar króna innstæður í Seðlabankanum og hjá skilanefnd Kaupþings sem eru veðsettar upp í topp og því er aðeins einn milljarður króna til skiptanna fyrir kröfuhafa. Var í mjög einhæfri lánastarfsemi Stjórnendur VBS lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun gegn svo lélegum veðum að þau skila litlu sem engu til félagsins. „Það má ætla að það hafi verið stærstu ástæður fyrir því hversu illa bankinn er staddur. Hann var í mjög einhæfri lánastarfsemi," segir Þórey Þórðardóttir, lögmaður en hún situr í slitastjórn VBS. Hluti af útlánunum voru skuldabréf gefin út á húsbyggingar á lóðum sem aldrei risu. Skuldabréfin keypt fyrir einstaklinga í eignastýringu „Við höfum séð þess dæmi að það hafi verið lánað út á fasteignaverkefni þar sem framkvæmdir voru ekki hafnar. Þetta er t.d á Suðurnesjum og Akureyri. Og einstaklingum voru seld skuldabréf inn í slík verkefni og það var fjöldi krafna í þrotabúið, bótakrafna frá einstaklingum vegna mála þar sem fólk er óánægt með hvernig farið var með þeirra fé í eignastýringu," segir Þórey. Hluti af lánunum sem VBS veitti til áhættusamra fasteignaverkefna var til Engilberts Runólfssonar, athafnamanns og félaga á hans vegum. En félög hans fengu lán út á byggingar í svokölluðu Laugardælalandi sem aldrei risu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fréttastofa reyndi að ná tali af Engilberti í morgun án árangurs. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. Á fyrsta kröfuhafafundi VBS á fimmtudag kom fram að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent, úr 52 milljörðum í tíu. Af þeim tíu milljörðum eru níu milljarðar króna innstæður í Seðlabankanum og hjá skilanefnd Kaupþings sem eru veðsettar upp í topp og því er aðeins einn milljarður króna til skiptanna fyrir kröfuhafa. Var í mjög einhæfri lánastarfsemi Stjórnendur VBS lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun gegn svo lélegum veðum að þau skila litlu sem engu til félagsins. „Það má ætla að það hafi verið stærstu ástæður fyrir því hversu illa bankinn er staddur. Hann var í mjög einhæfri lánastarfsemi," segir Þórey Þórðardóttir, lögmaður en hún situr í slitastjórn VBS. Hluti af útlánunum voru skuldabréf gefin út á húsbyggingar á lóðum sem aldrei risu. Skuldabréfin keypt fyrir einstaklinga í eignastýringu „Við höfum séð þess dæmi að það hafi verið lánað út á fasteignaverkefni þar sem framkvæmdir voru ekki hafnar. Þetta er t.d á Suðurnesjum og Akureyri. Og einstaklingum voru seld skuldabréf inn í slík verkefni og það var fjöldi krafna í þrotabúið, bótakrafna frá einstaklingum vegna mála þar sem fólk er óánægt með hvernig farið var með þeirra fé í eignastýringu," segir Þórey. Hluti af lánunum sem VBS veitti til áhættusamra fasteignaverkefna var til Engilberts Runólfssonar, athafnamanns og félaga á hans vegum. En félög hans fengu lán út á byggingar í svokölluðu Laugardælalandi sem aldrei risu, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fréttastofa reyndi að ná tali af Engilberti í morgun án árangurs.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira