Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur 11. desember 2010 08:45 Dæmi eru um að VBS hafi gefið út skuldabréf út á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni, að sögn lögmanns sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. Fréttablaðið/E.ÓL Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. „Þess eru dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á byggingar húsa á lóðum án þess að byggt hafi verið á lóðinni,“ segir Hróbjartur Jónatansson, lögmaður sem sæti á í slitastjórn VBS. „Þarna voru aðilar sem VBS tók að sér að fjármagna sem settu lóðir að veði sem ekki var byrjað að byggja hús á. Lítil verðmæti voru á bak við þau bréf og ljóst að ekki hafa verið fullnægjandi veð í ýmsum tilvikum fyrir endurgreiðslu. Það er ekki mikið til staðar ef ekki stendur hús á lóðinni,“ bætir hann við. Hróbjartur segir erfitt að sjá forsendur sumra fasteignaverkefnanna í dag. Ljóst sé að verkefnin standi ekki undir lánveitingum VBS. „Veðin eru talin það léleg að þau skila ekki miklu til félagsins,“ segir hann. Fyrsti kröfuhafafundur VBS var haldinn í fyrradag. Þar kom fram að lýstar kröfur nema 48 milljörðum króna. Þar af eru launakröfur upp á tæpar hundrað milljónir króna. Aðrar kröfur eru víkjandi skuldabréf og fleira sem ekki þótti ástæða til að taka afstöðu til þar sem ekkert mun fást upp í þær. Fram kom á kröfuhafafundinum að búið væri að færa ofmetið eignasafn bankans niður úr 52 milljörðum króna í tíu milljarða, eða um rúm áttatíu prósent. Af milljörðunum tíu eru níu milljarða innstæður í Seðlabankanum og gamla Kaupþingi. Þær eru veðsettar upp í rjáfur og því aðeins einn milljarður í bókfærðu eiginfé til skiptanna fyrir kröfuhafa. „Það er okkar mat að eignir eru ekki nægar til að mæta skuldum,“ segir Hróbjartur. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira