Ætla ekki að endurnýja samstarfið við Hraðbraut Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 09:51 Ólafur Haukur Johnson. Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði Ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar, sem birtist í október, var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í viðtali við dv.is í gærkvöldi, að nefndin myndi ekki mæla með því að samstarfssamningur við núverandi eigendur skólans yrði framlengdur í ljósi niðurstöðu Ríkisendurskoðunnar. Skúli sagði ennfremur að það væri hans skoðun að menntamálaráðuneytið hefði brugðist sínu eftirlitshlutverki og að meðferð stjórnenda skólans á opinberu fjármagni hefði verið með þeim hætti að það var ekki hægt að sætta sig við það. Einn af eigendum og skólastjóri Hraðbrautar er Ólafur Haukur Johnson. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira
Samstarfssamningur ríkisins við menntaskólann Hraðbaut verður ekki framlengdur en skólinn hefur sætt gagnrýni fyrir sérkennilega meðferð opinbers fjár sem rann til skólans. Þannig gerði Ríkisendurskoðun úttekt á skólanum en niðurstaða hennar, sem birtist í október, var áfellisdómur fyrir stjórnendur skólans. Þar kom meðal annars fram að á tímabilinu 2003 til 2009 hafi arðgreiðslur Menntaskólans Hraðbraut til eigenda hans numið samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun taldi að skólinn hafi í raun ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að greiða þennan arð. Einnig kom fram í skýrslu ríkisendurskoðanda að lán skólans til aðila tengdra eigendum hans hafi numið samtals 50 milljónum króna í árslok 2009. Skúli Helgason, formaður menntamálanefndar Alþingis, sagði í viðtali við dv.is í gærkvöldi, að nefndin myndi ekki mæla með því að samstarfssamningur við núverandi eigendur skólans yrði framlengdur í ljósi niðurstöðu Ríkisendurskoðunnar. Skúli sagði ennfremur að það væri hans skoðun að menntamálaráðuneytið hefði brugðist sínu eftirlitshlutverki og að meðferð stjórnenda skólans á opinberu fjármagni hefði verið með þeim hætti að það var ekki hægt að sætta sig við það. Einn af eigendum og skólastjóri Hraðbrautar er Ólafur Haukur Johnson.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Sjá meira