Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 19:00 Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka. Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra. Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. Fram kom á fundi kröfuhafa VBS á fimmtudag að færa hefði þurft ofmetið eignasafn bankans niður um 80 prósent. Aðeins einn milljarður króna er til skiptanna en kröfur nema fjörutíu og átta milljörðum króna. Samkvæmt athugun endurskoðenda á rekstri bankans fyrir hrun var hann í raun ógjaldfær í ársbyrjun 2008, heilum tveimur árum áður en bankinn var tekinn yfir og skipuð var yfir honum bráðabirgðastjórn.Lánað til verkefna með veði í húsum sem aldrei risu Þórey S. Þórðardóttir, hæstaréttarlögmaður sem situr í slitastjórn VBS, segir að vandi bankans hafi skapast vegna einsleitrar útlánastefnu til áhættusamra verkefna. „Það er fyrst og fremst lánað til fasteignaverkefna víða um land, t.d við nágrenni Selfoss, í Mosfellsbæ, Suðurnesjum, Akureyri og fleiri stöðum," segir Þórey. Í einhverjum tilvikum hafi verið lánað til verkefna með veði í húseignum sem aldrei risu. „Það eru þess dæmi að gefin hafi verið út skuldabréf á húseignir þar sem framkvæmdir voru vart eða lítt hafnar," segir Þórey. Þessi skuldabréf voru framseld til viðskiptavina í eignastýringu hjá VBS og í mörgum tilvikum töpuðu þeir sínu sparifé. Þórey segir að fjöldinn allur af skaðabótakröfum hafi borist þrotabúinu frá einstaklingum, fyrirtækjum og lífeyrissjóðum af þessum sökum. En hyggst þrotabúið fara í skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans sem á þessu bera ábyrgð? „Slitastjórn hefur ekki tekið afstöðu til þess enn sem komið er. Hins vegar eru rannsóknir í gangi, t.d hjá Ernst & Young sem eru að vinna fyrir okkur rannsókn og við útilokum ekkert í þessum efnum," segir Þórey. Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS Fjárfestingarbanka, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Hann sagði þó að þau fasteignaverkefni sem slitastjórnin hefði gert athugasemdir við hafi verið talin verðmæt á þeim tíma sem VBS veitti lán til þeirra.
Tengdar fréttir Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11. desember 2010 11:59
Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11. desember 2010 08:45