Fótbolti

Hvaða þjóðir fá að halda HM 2018 og 2022?

Klukkan 15.00 mun Sepp Blatter, forseti FIFA, greina frá því hvaða þjóðir fá að halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árin 2018 og 2022.

Mikil spenna hefur verið í allan dag er umsóknarþjóðirnar hafa kynnt sína umsókn í síðasta skipti en grimmilega er barist um átökin.

Þjóðirnar sem vilja halda HM 2018 eru England, Rússland, Holland/Belgía og Spánn/Portúgal.

Þær þjóðir sem vilja fá HM 2022 eru Bandaríkin, Katar, Suður-Kórea, Japan og Ástralía.

FIFA verður með beina útsendingu frá drættinum og er hægt að horfa á útsendinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×