Fótbolti

HM 2018 í Rússlandi - 2022 í Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Tilkynnt hefur verið að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu árið 2018 verði haldin í Rússlandi og í Katar fjórum árum síðar.

Þetta er mikið áfall fyrir Englendinga sem höfðu lagt allt í sölurnar fyrir sína umsókn. Sameiginlegar umsóknir bárust einnig frá Spáni og Portúgal annars vegar og Hollandi og Belgíu hins vegar.

Talið er að umfjöllun fjölmiðla í Bretlandi um meinta spillingu í framkvæmdastjórn FIFA hafi skemmt fyrir ensku umsókninni. 22 meðlimir framkvæmdastjórnarinnar taka ákvörðun um hvar halda skuli HM hverju sinni.

Það var svo tilkynnt strax í kjölfarið að HM 2022 verður haldið í Katar. Það er í fyrsta sinn sem HM er haldið á þeim slóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×