150 kýr komnar í graskögglaverksmiðju 15. janúar 2010 18:45 Kýr. Mynd/ Pjetur. Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag.Það var árið 1975 sem ríkið hóf rekstur graskögglaverksmiðju í Flatey á Mýrum en áratug síðar var starfseminni hætt. Túnin lögðust í órækt, verksmiðjuhúsin stóðu ónotuð í rúma tvo áratugi og grotnuðu niður, þar til fyrir þremur árum að fyrirtækið Lífsval keypti jörðina, hóf nýrækt og endurbyggingu.Reynir Sigursteinsson bússtjóri segir að frá náttúrunnar hendi séu aðstæður í Flatey einstakar. Þar sé mikið ræktanlegt land við húsvegginn og aðstæður til heyskapar og ræktunar alveg einstakar, þar vori snemma og hausti seint, og grasspretta yfirleitt góð og mikil.Fyrstu kýrnar komu vorið 2008 og nú eru þar um 150 kýr, auk kálfa og geldneytis, og telst Flatey nú fimmta stærsta kúabú landsins. Reynir segir þá hafa fundið að þetta verkefni njóti velvildar og stuðnings heimafyrir. Fyrirtækinu hafi fylgt ný störf, þrjú og hálft til fjögur og hálft ársverk í byggðarlaginu, fyrir utan þau störf sem uppbyggingin leiddi af sér, sem fjöldi manns kom að, mest allt heimafólk.Kýrnar ganga lausar í fjósinu og láta sjálfar mjólka sig en það verk annast tveir róbótar. Meðal starfsmanna er Kristín Egilsdóttir og hún segir þetta frábrugðið hefðbundnum fjósastörfum. Hún hvorki mokar flórinn né þvær spena heldur felst starfið aðallega í eftirliti með tölvum.Mjólkurmagnið sem flæðir úr spenunum er ótrúlegt, eða um tvöþúsund lítrar á hverjum degi, sem er álíka og sex þúsund manns drekka úr mjólkurfernum. Þetta eru ekki hefðbundið fjölskyldubú heldur í eigu fyrirtæksins Lífsvals.Reynir telur að það sé ágætt fyrir landbúnaðinn að búa við breytilegt rekstrarform. Það hafi sína kosti að reka fjölskyldubú, sem Íslendingar hafi lagt mikla áherslu á, en það hafi líka kosti að fá hitt með. Það styrki byggðina og breyti svolítið ásýndinni á landbúnaðinn í heild sinni.Undir þetta tekur Kristín og segir svona stórt bú styðja önnur minni bú á svæðinu. Það styrki búsetuna og skapi atvinnu.Lífsval hefur lagt í miklar fjárfestingar með jarðakaupum víða um land en ráðamenn þess segjast vera í skilum með sín lán. Reynir segir að þeim finnist, eins og öðrum, að afurðaverðið hafi ekki fylgt eftir hækkunum á tilkostnaði, en þetta gangi. Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Eitt stærsta kúabú landsins, sem komið er í fullan rekstur í aflagðri graskögglaverksmiðju við Hornafjörð, framleiðir næga drykkjarmjólk fyrir sex þúsund manna samfélag.Það var árið 1975 sem ríkið hóf rekstur graskögglaverksmiðju í Flatey á Mýrum en áratug síðar var starfseminni hætt. Túnin lögðust í órækt, verksmiðjuhúsin stóðu ónotuð í rúma tvo áratugi og grotnuðu niður, þar til fyrir þremur árum að fyrirtækið Lífsval keypti jörðina, hóf nýrækt og endurbyggingu.Reynir Sigursteinsson bússtjóri segir að frá náttúrunnar hendi séu aðstæður í Flatey einstakar. Þar sé mikið ræktanlegt land við húsvegginn og aðstæður til heyskapar og ræktunar alveg einstakar, þar vori snemma og hausti seint, og grasspretta yfirleitt góð og mikil.Fyrstu kýrnar komu vorið 2008 og nú eru þar um 150 kýr, auk kálfa og geldneytis, og telst Flatey nú fimmta stærsta kúabú landsins. Reynir segir þá hafa fundið að þetta verkefni njóti velvildar og stuðnings heimafyrir. Fyrirtækinu hafi fylgt ný störf, þrjú og hálft til fjögur og hálft ársverk í byggðarlaginu, fyrir utan þau störf sem uppbyggingin leiddi af sér, sem fjöldi manns kom að, mest allt heimafólk.Kýrnar ganga lausar í fjósinu og láta sjálfar mjólka sig en það verk annast tveir róbótar. Meðal starfsmanna er Kristín Egilsdóttir og hún segir þetta frábrugðið hefðbundnum fjósastörfum. Hún hvorki mokar flórinn né þvær spena heldur felst starfið aðallega í eftirliti með tölvum.Mjólkurmagnið sem flæðir úr spenunum er ótrúlegt, eða um tvöþúsund lítrar á hverjum degi, sem er álíka og sex þúsund manns drekka úr mjólkurfernum. Þetta eru ekki hefðbundið fjölskyldubú heldur í eigu fyrirtæksins Lífsvals.Reynir telur að það sé ágætt fyrir landbúnaðinn að búa við breytilegt rekstrarform. Það hafi sína kosti að reka fjölskyldubú, sem Íslendingar hafi lagt mikla áherslu á, en það hafi líka kosti að fá hitt með. Það styrki byggðina og breyti svolítið ásýndinni á landbúnaðinn í heild sinni.Undir þetta tekur Kristín og segir svona stórt bú styðja önnur minni bú á svæðinu. Það styrki búsetuna og skapi atvinnu.Lífsval hefur lagt í miklar fjárfestingar með jarðakaupum víða um land en ráðamenn þess segjast vera í skilum með sín lán. Reynir segir að þeim finnist, eins og öðrum, að afurðaverðið hafi ekki fylgt eftir hækkunum á tilkostnaði, en þetta gangi.
Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira