20 ára Mexíkani ráðinn til Sauber 4. október 2010 15:02 Japaninn Kamui Kobayashi fær mexíkanskan ökumann sér við hlið hjá Sauber á næsta ári. Mynd: Getty Images Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins og ekur með Kamui Kobayashi frá Japan á næsta ári með liðinu. Nick Heidfeld var nýlega ráðinn ökumaður Sauber til loka ársins og tilkynning liðsins um ráðningu Perez hljóta að vera erfiðar fréttir fyrir hann. Heidfeld var áður varökumaður Mercedes og vann síðan í skamman tíma fyrir Pirelli dekkjaframleiðandann. Það er allavega ljóst að Heidfeld verður ekki aðalökumaður liðsins 2011. Perez keppti í GP2 mótaröðinni á þessu ári og varð í öðru sæti. Hann vann fjögur mót, m.a. í Mónakó, en hann hóf ferlinni í kart kappakstri og vann fimm meistaramót í þeirri grein. Þá keppti hann í Formúlu BMW og síðar í Formúlu 3 í Bretlandi í landsflokki og vann 14 mót. Hann varð svo fjórði í alþjóðlega flokknum í Formúlu 3. "Formúla 1 er draumur allra ungra ökumanna og nú er sá draumur að rætast hjá mér. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og stórt verkefni", sagði Perez í tilkynningu frá Sauber. "Ég er stoltur af því að verða fulltrúi lands míns í hæstu gráðu akstursíþrótta. Ég vil þakka Peter Sauber traustið og mun gera allt til að nýta þetta tækifæri sem best", sagði Perez. Peter Sauber, eigandi Sauber liðsins hefur veirð naskur að finna unga ökumenn gegnum tíðina. "Sergio hefur verið í uppsveiflu síðustu ár og hefur sýnt baráttuþrek á síðustu keppnistímabilum. Hann er tilbúinn að stíga skrefið upp í Formúlu 1. Ég hlakka til að vinna með honum og er ekki í vafa að Sergio Perez og Kamui Kobayashi verða sterkt ökumannspar", sagði Sauber.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira