Innlent

Eignatjón en engin slys á fólki

Þakið rifnaði hreinlega af þessu húsi í Reykjanesbæ. 
Fréttablaðið/Víkurfréttir
Þakið rifnaði hreinlega af þessu húsi í Reykjanesbæ. Fréttablaðið/Víkurfréttir

Aftakaveður ríkti um allt land í gær og stóðu tugir björgunarsveitarmanna og -kvenna í ströngu. Hvassviðri var um allt land og stórhríð var á landinu austanverðu.

Engin slys urðu á fólki, en talsvert tjón varð víða, þar sem þakplötur losnuðu af húsum í snörpustu hviðunum og færð spilltist um allt land auk þess sem riðlun varð á innanlandsflugi.

Mikið annríki var til dæmis á Suðurnesjum þar sem fiskikör fuku á bíla við höfnina í Sandgerði og þak fauk af íbúðarhúsi í Keflavík.  Í Hveragerði mátti litlu muna að þak fyki af Eden og einn kyrrstæður bíll fauk af stað á Selfossi.

Þá fylgdi Björgunarsveitin á Dalvík bíl með veikt barn til Akureyrar og í Húnaþingi vestra var ökumaður sóttur í bíl sinn við Laugarbakka þar sem ekki sá út úr augum.

Loks má þess geta að fyrrum varðskipið Þór losnaði frá bryggju í Gufunesi og strandaði í fjöru.

Óviðrinu slotaði seinnipartinn og var farið að róast hjá viðbragðsaðilum um kvöldmatarleytið. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×