Innlent

Barnið mun komast heim frá Indlandi - komið með ríkisborgararétt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barnið kemur heim eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Myndin er úr safni.
Barnið kemur heim eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt. Myndin er úr safni.
Íslensk hjón sem hafa verið föst á Indlandi með nýfæddan son sinn í á annan mánuð munu væntanlega komast heim fyrr en varir. Alþingi samþykkti á þriðja tímanum í dag að veita barninu íslenskan ríkisborgararétt.

Fréttablaðíð sagði frá hjónunum og drengnum í dag. Á forsíðu blaðsins kom fram að íslensk hjón hefðu eignast barn með hjálp indverskrar staðgöngumóður en fengu ekki að koma með það heim. Staðgöngumóðir er samkvæmt íslenskum lögum móðir barnsins. Barnið var því ekki með íslenskan ríkisborgararétt.

Öllum þingmönnum var sent bréf um málið og síðasta verk Alþingis í dag var að samþykkja ríkisborgararétt 43 einstaklinga. Einn þeirra var Jóel Færseth Einarsson, sem er fæddur á Indlandi í ár, en það er einmitt drengurinn sem um ræðir.






Tengdar fréttir

Komast ekki heim með barn staðgöngumóður

Hjón sem leituðu til staðgöngumóður á Indlandi fá ekki kennitölu fyrir barn sitt til að komast heim til Íslands. Þingmönnum var sent bréf um málið í gær og er það til skoðunar. „Lagalegt tómarúm hér á landi,“ segir Bjarni Benediktsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×