Innlent

Stoðkerfi atvinnulífsins einfaldað

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir Mynd/GVA

Unnið er að mati og endurgerð stoðkerfis atvinnulífsins í iðnaðarráðuneytinu. Á vegum ráðuneytisins er rekið viðamikið stoðkerfi en fjórar stofnanir þess sinna því hlutverki. Eru það Byggðastofnun, Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orkustofnun. Þá eru átta sjálfstæð atvinnuþróunarfélög sem njóta opinberra fjárveitinga rekin um allt land.

Í skýrslu um verkefnið kemur fram að áætlað sé að ríki og sveitarfélög veiti að minnsta kosti 1,3 milljarða króna til staðbundinnar atvinnuþróunar og tengdrar þjónustu. Ótalin eru framlög ýmissa aðila til þekkingarsetra.

Umtalsverð tækifæri skapist með betri nýtingu fjárins.

Kallað hefur verið eftir sjónarmiðum um núverandi fyrirkomulag og metið hvað þurfi að gera til að efla framþróun og nýsköpun atvinnulífsins.

Nokkrir ágallar eru taldir vera á núverandi kerfi. Það er sagt fremur sundurlaust og flókið, þekking þess dreifð á marga staði, starfsemin skiptast á of marga og smáa aðila með tilheyrandi kostnaði við stjórnun og stoðþjónustu, tengsl milli miðlægrar starfsemi ríkisins og staðbundinnar atvinnuþróunar eru ekki nægilega góð og skipting eftir atvinnugreinum er talin úrelt og hamla framþróun og árangri.

Með nýju skipulagi stoðkerfisins er ætlunin að sníða af þessa vankanta.- bþs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×