Erlent

Skelfing greip um sig þegar brúin byrjaði að dúa

Frá höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, sl. mánudag.
Frá höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, sl. mánudag. Mynd/AP
Komið hefur í ljós að yfir 400 manns fórust og aðrir 400 slösuðust þegar skelfing greip um sig meðal manna sem voru að fara yfir hengibrú í Phnom Penh höfuðborg Kambódíu á mánudag.

Lögreglustjórinn í Phnom Penh segir að skelfing hafi gripið um sig þegar brúin byrjaði að dúa og sveiflast til. Brúin lá út í eyju þar sem halda átti skemmtun. Lögreglustjórinn segir að brúin dúi og hreyfist þegar þar séu ekki nema nokkrir tugir manna. Þarna hafi verið þúsundir. Margt af því hafi verið sveitafólk sem aldrei hafi gengið áður yfir hengibrú. Það hafi fyllst skelfingu þegar brúin byrjaði að hreyfast og haldið að hún væri að hrynja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×