Erlent

Allsherjarverkfall lamar Portúgal í dag

Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls í Portúgal í dag og vonast verkalýðsfélög landsins til þess að það muni lama allt athafnalíf í landinu.

Verkfallið er boðað til að mótmæla áætlunum um launalækkanir hjá almennu launafólki.Mikill niðurskurður er framundan á fjárlögum portúgalska ríkisins.

Samkvæmt frétt á BBC um málið er talið að samgöngur, skólar og iðnaðarfyrirtæki landsins verði hvað verst úti í verkfallinu. Þá mun flugumferð til og frá landinu fara meir og minna úr skorðum, bankar verða lokaðir og engir flutningar verða á eldsneyti.

Fram kemur að í fyrsta sinn í tuttugu ár hafi tvö af stærstu verkalýðshreyfingum Portúgal komið sér saman um aðgerðir sem þessar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×