Vilja að þak á skuldir sveitarfélaga verði 150% af tekjum 18. ágúst 2010 06:00 Álftanes er á meðal skuldsettustu sveitarfélaga landsins. MYND/Stefán Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Vinna við frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum er langt komin, en þar er meðal annars ætlunin að stemma stigu við mikilli skuldsetningu sveitarfélaga. Sérfræðingar vilja skuldaþak sem er nærri 150 prósentum af árstekjum sveitarfélaga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tvær nefndir eru starfandi á vegum ríkisins til að endurskoða sveitarstjórnarlög, samskipti ríkis og sveitarfélaga og fjármál sveitarfélaga almennt. Reiknað er með að önnur nefndanna skili tillögum í formi frumvarps til ráðherra sveitarstjórnarmála í haust. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður þar lagt til að þak verði sett á skuldsetningu sveitarfélaga. Ýmsar útfærslur hafa komið til tals, en miklu máli þykir skipta hvernig skuldirnar eru skilgreindar og umdeilt hvernig það skuli gert. Rekstri sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Sá hluti reksturs sveitarfélaga sem fjármagnaður er að mestu með skattfé fellur undir A-hluta, þar á meðal rekstur skóla og félagsþjónustu. Undir B-hluta fellur rekstur sem fjármagnaður er að mestu með sjálfsaflatekjum, til dæmis hitaveita og hafnir. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sérfræðingar sem unnið hafa að frumvarpinu vilji skilgreina skuldir sveitarfélaganna vítt, og hafa þar bæði A- og B-hluta undir. Skuldir A-hlutans þykja ekki gefa raunverulega mynd af skuldsetningunni. Það myndi þýða að skuldir og tekjur Orkuveitu Reykjavíkur yrðu teknar með í reikninginn við mat á skuldum Reykjavíkurborgar. Hugmyndir eru uppi um að skuldaþakið verði 150 prósent af tekjum bæði A- og B-hluta. Verði skuldirnar skilgreindar með þrengri hætti verður skuldaþakið að vera mun lægra, að mati sérfræðinganna. Vinna við fyrirhugaðar lagabreytingar er í fullum gangi, og hafa tveir sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verið hér á landi frá því á sunnudag til að fara yfir málin og koma með tillögur að úrbótum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögð mikil áhersla á að frumvarpið fari fyrir Alþingi snemma á haustþingi svo það geti orðið að lögum fyrir áramót. Sömu heimildir herma að verði ljóst að það takist ekki sé mögulegt að breytingar á lögum um fjármál sveitarfélaga verði settar í sérstakt frumvarp svo hægt verði að koma þeim í gegnum þingið fyrir áramót.- bj
Fréttir Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira