Innlent

Sigurður Einarsson kominn til landsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er kominn til Íslands Samkomulag hefur náðst við Sigurð um að hann mæti til yfirheyrslu hjá Sérstökum saksóknara í fyrramálið, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.

Sigurður hefur dvalið í Englandi að undanförnu en verið eftirlýstur af Interpol vegna rannsóknar sérstaks saksóknara. Nú er hins vegar búið að fjarlægja handtökuskipun á hendur Sigurði af vef Interpol.

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn í vor auk fleiri lykilstarfsmanna Kaupþings. Hreiðar sat þá í gæsluvarðhaldi í rúma viku. Til stóð að yfirheyra Sigurð um svipað leyti en hann neitaði að koma til landsins.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir innti hann eftir svörum.


Tengdar fréttir

Sigurður kærir handtökuskipun til Hæstaréttar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur kært handtökuskipun sem gefin var út á hendur honum til Hæstaréttar. Interpol hefur lýst eftir Sigurði en sérstakur saksóknari vill fá hann til viðtals. Í hádegisfréttum RÚV var greint frá því að kæran hafi borist í gærdag og að frestur málsaðila til þess að skila gögnum renni út í dag. Þá sagði að líklegt væri að Hæstiréttur felli úrskurð sinn fljótlega.

Um 20 starfsmenn Kaupþings grunaðir

Um tuttugu starfsmenn Kaupþings, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa nú réttarstöðu grunaðra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um rannsóknina að öðru leyti en því að yfirheyrslur stæðu yfir og myndu gera á meðan sakborningar sætu í gæsluvarðhaldi.

Sigurður með sama lögmann og Amy Winehouse

Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, nú eftirlýstur af Interpol, hefur ráðið sér lögmanninn Ian Burton. Meðal fyrrum skjólstæðinga Burton má nefna söngkonuna Amy Winehouse.

Fyrrum Kaupþingsstjórar frjálsir ferða sinna

Kaupþingsmennirnir fjórir sem úrskurðaðir voru í farbann vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins 2008 eru frjálsir ferða sinna.

Breskur dómstóll þarf að úrskurða um framsal

Breskur dómstóll þarf að úrskurða um framsal Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, til Íslands að beiðni sérstaks saksóknara. Hann hefur verið eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol frá því í gærkvöld.

Hæstiréttur vísar kæru Sigurðar frá

Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Sigurðar Einarssonar fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings sem kærði alþjóðlega handtökuskipun sem gefin hefur verið út á hendur honum vegna rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnenda Kaupþings.

Sigurður á lista yfir eftirlýsta glæpamenn

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings er kominn á lista yfir eftirlýsta glæpamenn á vefsíðu Interpol. Til stóð að Sigurður kæmi til landsins í lok vikunnar og yrði þá yfirheyrður vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á Kaupþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×